Bridgemót á Hala

sigurvegarar2016Fjölmennt bridgemót var haldið á Hala helgina 16. - 17. apríl síðastliðinn . Hrossakjötsveisla að hætti Halamanna var á laugardagskvöldið og síðan etinn hefðbundinn Halasilungur í hádegismat á sunnudag.  Það var sannarlega glens og gaman og metþátttaka en það voru  alls 50 manns sem spiluðu og komu þeir víða af á landinu. Vinningshafar fengu vegleg verðlaun allt frá lopasokkum og skaftfellskum bókmenntum yfir í farandsilfurhrútshorn og peningaverðlaun frá Skyrhúsinu og Arionbanka. Spilaður var tvímenningur og viðhafðir nýir stjórnarhættir með  tölvutæknina að vopni

Mjótt var á munum en í  fyrsta sæti voru Pálmi Kristmannsson og Þuríður Ingólfsdóttir frá Egilsstöðum með 58,1% nýtingu og 1022,3 stig, í öðru sæti Einar Gunnarsson og Þorvaldur Finnsson frá Reykjavík með 58% nýtingu og 1020,3 stig og í þriðja sæti Vigfús Vigfússon og Jóhanna Gísladóttir frá Neskaupsstað með 998,2 stig og 56,7 % nýtingu. 

Mótið var einstaklega skemmtilegt og nýtt keppnisfyrirkomulag mæltist vel fyrir á meðal þáttakenda

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 118
Gestir þennan mánuð: ... 7289
Gestir á þessu ári: ... 18030

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst