Fræðaíbúð til leigu

Þórbergssetur hefur nú gert samning við Rithöfundasamband Íslands um að leigja aðstöðu þess að Sléttaleiti í Suðursveit til fræðimanna sem vilja dvelja frítt í Suðursveit og stunda rannsóknir eða skriftir. Um er að ræða tímabilið frá 1.september - 31. maí ár hvert. Hægt er að dvelja í vikutíma í senn eða lengur ef um semst. Æskilegt er að rannsóknir tengist verkum Þórbergs Þórðarsonar svo og áhugamálum, eða einhverju því sem tengist rannsóknum á sögu, náttúru og menningu í Austur Skaftafellssýslu. Ljóst er að þar er um fjölbreytt efnisval að ræða því áhugamál Þórbergs tengdust fjölmörgum fræðigreinum eins og þekkt er. Má þar nefna t.d. sögu, náttúrufræði, þjóðsögum og þjóðfræði, heimspeki og listum, læknisfræði, sálarfræði, stjörnufræði og veðurfræði, og svo má lengi telja. Óskað er eftir að viðkomandi gefi út verk sitt, kynni afrakstur vinnu sinnar á málþingum eða láti efni í té á Þórbergsvefinn.


Sléttaleiti í Suðursveit er 3 km austar en Hali og Þórbergssetur. Hægt er að panta dvöl þar á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og einnig í síma 867 2900 hjá Þorbjörgu Arnórsdóttur forstöðumanni Þórbergsseturs. Meðfylgjandi er linkur á vefsíðu Rithöfundasambandsins þar sem finna má frekari upplýsingar um húsakynni og aðstöðu á Sléttaleiti ásamt myndum.
Upplýsingar um íbúðina

Vinsamlega bókið samt beint í gegnum Þórbergssetur, þar sem Þórbergssetur mun greiða fyrir aðstöðu og vera tengiliður ef bókað er samkvæmt skilmálum þess.
Geta má þess að á Þórbergsvefnum eru greinar um Sléttaleiti, sögu og umhverfi undir liðnum Suðursveit.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 124
Gestir þennan mánuð: ... 7295
Gestir á þessu ári: ... 18036

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst