Skip to main content

Tónleikar á miðju ferðamannasumri

Bjartmar800Hinir árlegu tónleikar í Kálfafellsstaðarkirkju  haldnir í tilefni af Ólafsmessu að sumri  verða miðvikudagskvöldið 29.júlí næstkomandi og hefjast kl 20:00.
Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður sækir Suðursveit heim, Á tónleikunum fer Bjartmar yfir feril sinn og flytur margar af sínum bestu perlum. Hann tengir þær saman með skemmtilegum sögum enda á Bjartmar ættir sínar að rekja til Suðursveitar þar sem hann segir að sagnahefðin sé rík. En fyrst og fremst verður gleðin og skemmtunin í fyrirrúmi. Dagskráin hefst með stuttri helgistund þar sem Gunnar Stígur Reynisson verður við altarið. Síðan verður rifjuð upp sagan um völvuna á Kálfafellsstað og tengingar kirkjunnar við Ólaf helga Noregskonung.Tónleikarnir eru svo í beinu framhaldi og verða um klukkustund. Að lokum er öllum boðið í gönguferð að völvuleiðinu undir Hellaklettum og rifjuð upp sagan af álögum völvunnar og áhrifum hennar á örlög og líf fólksins í Suðursveit í gegnum aldirnar.
Dagskráin er eftirfarandi:

20:00 Helgistund, séra Gunnar Stígur Reynisson
20:25 Upplestur, Valvan á Kálfafellsstað og Ólafur helgi; Þorbjörg Arnórsdóttir
20:35 Tónleikar; Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður
21:40 Gönguferð að Völvuleiði undir Hellaklettum

Tilvalið fyrir heimamenn að koma og njóta kvöldstundar í Kálfafellsstaðarkirkju og taka gesti með

Aðgangur ókeypis
Allir velkomnir

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 164
Gestir þennan mánuð: ... 8701
Gestir á þessu ári: ... 16741