Bridgehátíð og Hrossakjötsveisla í Þórbergssetri 11.- 12 apríl næstkomandi

BridgeÞann 1. apríl síðast liðinn hefði Torfi Steinþórsson á Hala orðið 100 ára ef honum hefði auðnast líf svo lengi. Torfi var mikill áhugamaður um bridge og stóð fyrir spilamennsku í Suðursveit áratugum saman. Suðursveitungar komu þá saman og spiluðu bridge, hin síðari ár alltaf á fimmtudögum. Yfirleitt var spilað á fjórum borðum og stundum fimm. Síðan var einu sinni á vetri alvöru sveitakeppni við Hafnarmenn, þar voru fremstir í flokki Árni Stefánsson og Ragnar Bjórnsson ásamt fleiri þekktum Hornfirðingum. Uppáhaldsmatur Torfa var saltað hrossakjöt og helst vel feitt. Á hverju ári stendur Þórbergssetur nú fyrir bridgehátíð og hrossakjötsveislu í Þórbergssetri, sem næst afmælisdegi Torfa, að þessu sinni 11. og 12. apríl næstkomandi. Þá er spilað nær linnulaust frá föstudagskvöldi til sunnudagssíðdegis og etið þess á milli hrossakjöt og silungur að hætti Halamanna. Mótið hefur verið vel sótt undanfarin ár víðs vegar að af landinu, en heldur hefur dregið úr þátttöku heimamanna seinni árin.
Hægt er að skrá þátttöku og gistingu í síma 4781073 / 8672900 eða á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Mótsgjald er 3000 krónur Gisting í tvær nætur morgunverður, hrossakjötsveisla og hádegisverður á sunnudegi kostar 16.000 kr
Gaman væri ef heimamenn og gamlir  spilafélagar Torfa kæmu í Þórbergssetur þessa helgi í tilefni 100 ára ártíðar Torfa
Allir velkomnir 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 124
Gestir þennan mánuð: ... 7295
Gestir á þessu ári: ... 18036

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst