Skip to main content

Baráttan um Brauðið

Tónleikar í Þórbergssetri fimmtudaginn 2. apríl kl 14:00

marbacher

Í dymbilviku munu góðir gestir heimsækja Suðurlandið. Þetta er þýski þjóðlagahópurinn Die Marbacher sem halda mun þrenna tónleika á Suðurlandi. Fyrstu tónleikarnir verða í Oddakirkju þriðjudagskvöldið 31. mars kl. 20:00, eftir það heldur hópurinn austur á bóginn og leikur í Minningarkapellu Jóns Steingrímssonar á miðvikudagskvöldið 1. apríl kl. 20:00 og á skírdag, fimmtudaginn 2. apríl mun hann svo troða upp í Þórbergssetri í Suðursveit kl. 14:00.

Aðgangur að öllum tónleikunum er ókeypis.


Hópurinn flytur þýska verkalýðs- og baráttusöngva fyrir betri veröld, auk þjóðlaga frá ýmsum löndum. Rætur hópsins liggja í alþýðubaráttu 7. og 8. áratugar síðustu aldar, þar sem tónlistinni var óspart beitt til að benda á brotalamir hins vestræna heims og berjast fyrir náttúruvernd og betri veröld til handa fólki sem lítið hafði til að spila úr. Á þessum langa tíma hafa að sjálfsögðu orðið mannabreytingar í hópnum, en í dag samanstendur hann af fimm einstaklingum, þrem konum og tveim körlum. Hljóðfæraskipan hópsins er breytileg, en grunnurinn er þó gítarar, harmonikka, flautur og slagverkshljóðfæri, auk þess sem söngurinn og söngtextarnir eru alltaf í forgrunni. Efni textanna verður kynnt á íslensku svo þeir sem ekki skilja þýsku geti fylgst með því sem sönvarnir fjalla um. Hópurinn hefur tekið þátt í fjölda tónlistarhátíða víða um heim, m.a  á Kúbu, í Belgíu, Póllandi, Rússlandi, á Ítalíu og víðar, auk ótal tónleika víða um Þýskaland.
Það er von hópsins að sem flestir sjái sér fært að njóta tónleikana á einhverjum þeirra staða sem þeir verða haldnir.
Á tónleikastöðunum verða einnig til sölu hljómdiskar með tónlist hópsins.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 5323
Gestir á þessu ári: ... 23346