Skip to main content

Verk Þórbergs gefin út á ensku

Bok 600

Fyrir  jólin 2014 kom út bókin, Of Icelandic Nobles & Idiot Savants. An Anthology of the Writings of Novelist, Essayist and Humorist Thórbergur Thórdarson þýdd af Hallberg Hallmundsson og Julian Dárcy.  

Í bókinni eru þýðingar Hallbergs Hallmundssonar sem voru í tölvu hans er hann andaðist  m.a. kaflar úr Bréfi til Láru, Ofvitanum, Eddu Þórbergs og Viðfjarðarskottu. Síðasta ósk hans fyrir andlátið var að þessar þýðingar yrðu gefnar út og var það Árni Blandon frændi hans sem stóð fyrir útgáfunni.

Auk þess eru í bókinni þýðingar Julians Meldon D‘arcy úr Íslenskum aðli, Ofvitanum, Sálminum um blómið svo og brúðkaupssagan fræga úr Steinarnir tala ásamt nokkrum bréfum og  greinum öðrum. Er mikill fengur af þessu verki og lét Þórbergssetur prenta sérstaklega fyrir sig 100 eintök af bókinni. Er hún til sölu í Þórbergssetri og gerður góður rómur að henni.

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 5550
Gestir á þessu ári: ... 23573