Skip to main content

Fræðimenn í dvöl á Hala

fraedimennSíðastliðna viku dvöldu á Hala þær Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Birna Lárusdóttir við fræðastörf. Elín Ósk er fornleifafræðingur að mennt, en einnig með BA próf í mannfræði. Hún hefur unnið við örnefnaskráningu og fornleifaskráningar í Öræfum. Einnig hefur hún unnið við úrvinnslu fornleifarannsókna sem unnar voru í Skaftártungu sumarið 2013 og annast grunnskriftir fyrir Árbók hins íslenska fornleifafélags um fornleifarannsóknir í Viðey. Birna er einnig með masterspróf í fornleifafræð,i en að auki BA próf í íslensku. Hún er nú að vinna að verkefni sem heitir ,,Örnefni og samfélag" og fjallar fyrst og fremst um hlutverk örnefna í nútímanum. Hún hefur einnig annast ritstjórn fyrir Árbók hins íslenska fornleifafélags.

Eitt af markmiðum Þórbergsseturs er að efla fræðastarf og vera í samstarfi við fræðastofnanir. Það er því einkar ánægjulegt að fá slíkar heimsóknir og þar með eignast Þórbergssetur gjarnan góða samstarfsmenn á fræðasviði og  góða sendiherra sem tengjast staðnum og umhverfinu. Í tali okkar bar á góma hversu skammt fornleifaskráning er komin  í Austur Skaftafellssýslu og hvort hægt væri að gera átak í þeim efnum á næstu árum. Þær stöllur fóru að eyðibýlinu Felli og fannst mikið til koma um þær búsetuminjar sem þar eru sýnilegar svo og sögu þessa staðar.

fraedahusÍ ,,Gula húsinu" sem að nú er nýuppgert er góð aðstaða fyrir fræðimenn að dvelja við fræðastörf. Hins vegar er mikið um ferðamenn nú allan ársins hring. Segja má þó að helst sé hægt að komast þar inn til fræðastarfa á vorin, en þá er hvað rólegasti  tíminn áður en sumarumferðin skellur á. Allir eru velkomnir að koma á Hala og dvelja vikutíma í senn. Hægt er að hafa samband í síma 867 2900 eða netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 206
Gestir þennan mánuð: ... 8743
Gestir á þessu ári: ... 16783