Skip to main content

Mikið um að vera í Þórbergssetri

10002911 10201820689859426 2593299830325621391 nÞá er lokið áttundu bridgehátíðinni og hrossakjötsveislunni í Þórbergssetri. Alls tóku þátt 46 bridgespilarar víðs vegar af á landinu, m.a. norðan frá Akureyri, austan af Héraði og sunnan úr Reykjavík ásamt heimamönnum. Spilaður var tvímenningur og var keppnin hörkuspennandi. Sigurvegrara voru Þórður Ingólfsson og Björn Ingi Stefánsson úr Reykjavík með 906,4 stig og 65,7% nýtingu, sem að er mjög hátt skor. Í öðru sæti voru Þuríður Ingólfsdóttir og Pálmi Kristinsson með 842,6 stig og í þriðja sæti Elsa Bjartmarz og Þorsteinn Sigjónsson með 792,5 stig.

Etin voru um 20 kg. af hrossakjöti með gulrótum, rófum og öllu tilheyrandi og rabbabaragrautur með ís og rjóma í ábæti, eins íslenskt og hægt var að hugsa sér.

Mótið er haldið til minningar um bridgespilarann og matmanninn Torfa Steinþórsson á Hala sem hefði orðið 99 ára þann 1. apríl ef honum hefði auðnast líf. Stefnt er að stórmóti í apríl á næsta ári í tilefni af 100 ára ártíð Torfa. 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 23
Gestir þennan mánuð: ... 8560
Gestir á þessu ári: ... 16600