Skip to main content

Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 23. mars

torbergur-203x300Sunnudaginn 23. mars næstkomandi verður árleg bókmenntadagskrá í Þórbergssetri í tilefni af því að í marsmánuði er afmælisdagur Þórbergs Þórðarsonar. Hann var fæddur 12. mars 1888 á Hala í Suðursveit. Gestur hátíðarinnar verður að þessu sinni Jón Gnarr borgarstjóri bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur. Samkór Hornafjarðar flytur söngdagskrá og Soffía Auður Birgisdóttir heldur erindi um áhrif Þórbergs á nútima rithöfunda, þ.á.m. Jón Gnarr. Afhentar verða gjafir sem hafa verið að berast Þórbergssetri að undanförnu. Dagskráin er eftirfarandi:

 

Bókmenntahátíð í Þórbergssetri

 

Sunnudaginn 23. Mars kl 14:00

 

Dagskrá
Samkór Hornafjarðar flytur söngdagskrá

 

Jón Gnarr borgarstjóri bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur
 les úr verkum sínum og flytur erindi
Þórbergur og ég

 

Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur
flytur erindi
,,Ég er eins og menn verða eftir næstu aldamót“

 

Þorbjörg Arnórsdóttir forstöðumaður 
Upplestur úr handriti séra Sváfnis Sveinbjarnarsonar
 Mannlíf í Suðursveit

 


Afhentar gjafir
Bókaskápar Þórbergs og Margrétar á Hringbraut 45
voru í eigu Gríms Helgasonar handritasérfræðings og Hólmfríðar Sigurðardóttur kennara

 

Allar frumútgáfur af verkum Þórbergs, bundnar í skinn.
Jóhann Guðmundsson

 

Nýr vefur Þórbergsseturs kynntur 

 

Kaffiveitingar 

 

Allir velkomnir

 

 

 

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 4381
Gestir á þessu ári: ... 22404