Skip to main content

Munir Þórbergs

 

Blekbytta Þórbergs sem nemendur Iðnskólans í Reykjavík 1924-1925 gáfu honum eftir að yfirvöld skólans höfðu vísað honum frá kennslu eftir að hann skrifaði bókina Bréf til Láru. Blekbyttan er skorin út af Ágústi Sigurmundssyni. Hún er eign Listasafns ASÍ, var gjöf til safnsins frá Margréti ekkju Þórbergs. Var hún lánuð tímabundið til Byggðasafns Austur-Skaftafellssýslu.
Nokkur sýnishorn af rithönd Þórbergs: Dagbókarbrot, reikningsbækur og bréf.
Varðveitt í Héraðsskjalasafni Austur-Skaftafellssýslu.
Mælar og tæki Þórbergs, áttavitar, skrefamælir ofl. Þessi munir eru varðveittir á Byggðasafni Austur-Skaftafellssýslu.

Lífsreglur Þórbergs. Skinnbleðillinn er varðveittur í Héraðsskjalasafni Austur-Skaftafellssýslu.

Lífsreglurnar

Þið hlæið ekki, þegar ég er orðinn fullkominn maður. Lausnin er sú, að semja mér lífsreglur, sem ákveði allt það helsta, sem mér ber að gera og ógert að láta, bæði í daglegri breytni og andlega lífinu. Ég er meira að segja búinn að semja þessar lífsreglur. Sjáið þið! Hér er uppkast að þeim á þessari stóru pappírsörk. Í nótt ætla ég að hreinskrifa þær á skinnbleðilinn þann´arna, sem hann Þorleifur gaf mér.

(Úr Ofvitanum bls. 129)

Skrifborð og stóll Þórbergs eru varðveitt á Byggðasafni Austur-Skaftafellssýslu.
Skjalataska Þórbergs. Á silfurskjöldinn er letrað: Þórbergur Þórðarson 12.3.1949. Taskan er varðveitt á Byggðasafni Austur-Skaftafellssýslu.
Blekbytta og tóbaksponta Þórbergs eru varðveittar á Byggðasafni Austur-Skaftafellssýslu.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 61
Gestir þennan mánuð: ... 5174
Gestir á þessu ári: ... 23197