Dagskrá í Þórbergssetri 17. mars

Sunnudaginn 17. mars næstkomandi verður dagskrá í Þórbergssetri helguð 125. afmælisdegi Þórbergs Þórðarsonar .

Dagskráin hefst klukkan 14:00  og er eftirfarandi:
Söngur,- Stakir Jakar syngja nokkur lög
Ritlistarskólun Þórbergs Þórðarsonar; Soffía Auður Birgisdóttir
Njála,  persónur og leikendur; Bjarni Sigurðsson
Söngur, - Stakir jakar syngja aftur nokkur lög
Afhending gjafa til Þórbergsseturs;  Guðrún Sigurðardóttir
Ferðalög um Suðursveit og Öræfi fyrir 60 árum
Upplestur úr endurminningum Sérs Sváfnis Sveinbjarnarsonar fyrrverandi prests á Kálfafellsstað
Kaffiveitingar


Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur kemur beint af hugvísindaþingi Háskóla Íslands og flytur erindi sem ber heitið Ritskólun Þórbergs Þórðarsonar. 

 Í texta með erindinu segir  eftirfarandi :


,,Þórbergur Þórðarson hefur ótvíræða stöðu sem helsti stílsnillingur íslenskra bókmennta, enda eru sérstök stílverðlaun við hann kennd. Við útkomu Bréfs til Láru árið 1924 undruðust margir hvernig þessi „ómenntaði“ Suðursveitungur hefði náð slíku undravaldi á stíl og voru flestir á því að hann hefði hlotið náðargáfu stílsins í vöggugjöf. En stílsnilld Þórbergs er kannski fyrst og fremst afrakstur mikillar þjálfunar í lestri og skrifum. Þórbergur stundaði þrotlausar æfingar í textameðferð bæði í mæltu máli og rituðu um árabil. Á öðrum áratug 20. aldarinnar var hann meðlimur í félagsskap sem hafði það að markmiði að þjálfa unga menn í mælskulist og
ritlist. Þessi félagsskapur tilheyrði Ungmennafélagi Reykjavíkur og mun ég segja nánar frá honum í erindinu.”

 

Bjarni Sigurðsson fyrrverandi skólastjóri og kennari kemur í heimsókn og segir frá nýútkominni bók sinni um Njálu, og kallar hann erindi sitt Njála, persónur og leikendur. Guðrún Sigurðardóttir systir Jóns Sigurðssonar fyrrverandi ráðherra ætlar að afhenda merka gjöf frá bróður sínum, handrit af Eddu Þórbergs og einnig handskrifað eintak af kvæðinu Nótt og segja frá tilurð þessara gjafa. Síðast en ekki síst verður lesið upp úr handriti  Séra Sváfnis Sveinbjarnarsonar þar sem hann segir frá prestskaparárum sínum í Suðursveit, ómetanleg heimild sem barst Þórbergssetri á þessum vetri um lífið í sveitunum vestan Fljóta á árunum 1950 – 1960. Stakir jakar mæta á staðinn og skemmta með söng og kaffiveitingar  verða á borðum. Enn er uppi frábær ljósmyndasýning sem sett var upp síðast liðið sumar í Þórbergssetri, myndir Þorvarðar Árnasonar og Tony Prower við texta Þórbergs Þórðarsonar.  Allir eru velkomnir að koma í Þórbergssetur þennan dag, fara inn á sýningarnar og skoða sig um í sveit sólar, Suðursveitinni. 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 65
Gestir þennan mánuð: ... 10384
Gestir á þessu ári: ... 40647

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst