Þórbergsmaraþon og arfur Þórbergs 12. mars 2013

  Háskólasetrið og Menningarmiðstöð Hornafjarðar standa fyrir maraþonupplestri úr verkum Þórbergs Þórðarsonar í Nýheimum þriðjudaginn 12. mars. Maraþonið er haldið í tilefni 125 ára afmæli Þórbergs og er gestum boðið upp á kaffi og bakkelsi allan daginn. Upplesturinn fer fram í kaffistofunni í Nýheimum og er öllum frjálst að koma og lesa.Lesturinn hefst kl. 9 um morguninn og er það bæjarstjórinn sem hefur leikinn. Von er á nemendum leikskólans og grunnskólans fyrir hádegið, um hádegið taka nemendur FAS við og síðan verða bæjarbúar vonandi duglegir að mæta til að hlusta og/eða lesa.

Tekið verður hlé á milli 18 og 20 en kl. 20 hefst KVÖLDVAKA í Nýheimum þar sem boðið verður upp á dagskrána ARFUR ÞÓRBERGS með upplestri úr verkum núlifandi rithöfunda sem tengjast Þórbergi á einn eða annan hátt, má þar nefna höfundana Pétur Gunnarsson, Jón Kalman Stefánsson, Oddný Eir Ævarsdóttur, Gyrði Elíasson og Jón Gnarr. Einnig verður boðið upp á söng og hljóðfæraleik, kertaljós og kósíheit.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 21
Gestir þennan mánuð: ... 10340
Gestir á þessu ári: ... 40603

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst