Samningur undirritaður

20140831Samningur um Rekstur Þórbergsseturs (pdf)

Miðvikudaginn 29. ágúst kom Katrín Jakobsdóttir mennta og menningarmálaráðherra í heimsókn í Þórbergssetur að undirrita samstarfsssamning um rekstur Þórbergsseturs. Samningurinn gildir frá byrjun árs 2013 til loka árs 2015 og hljóðar upp á rekstrarframlag af fjárlögum ríkisins, 10 milljónir króna á  ári. Með í för voru samstarfsmenn Katrínar úr ráðuneytinu og á móti þeim tóku Þorbjörg Arnórsdóttir og Fjölnir Torfason á Hala, Hjalti Vignisson bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar og Björg Erlingsdóttir forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar ásamt starfsmönnum Þórbergsseturs. Katrín var á mikilli hraðferð,  á ströngu ferðalagi og heimsóknum á Austur- og Suðurlandi. Eftir undirritun samnings skoðuðu gestirnir sýningar Þórbergsseturs.Verulega aukin aðsókn er að safninu árið 2012, og auðveldara er nú en áður að kynna það fyrir erlendum gestum, þar sem enskir textar eru á sýningarspjöldum inni á sýningunni og textar á þýsku og frönsku í harðspjaldabók.

Ljósmyndasýningin sem sett var upp á vordögum vekur mikla athygli og safn af frumútgáfum af verkum Þórbergs sem barst að gjöf frá fyrirtækinu Skinney/Þinganesi prýðir eystri sýningarsal. Stytturnar hennar Lillu Heggu vekja mikla athygli og auka skilning gesta á sérstæðum tilfinningaheimi gamla mannsins og litlu stúlkunnar á Hringbraut 45, veröld sem birtist með einstökum hætti í einu af stórbrotnustu bókmenntaverkum íslensku þjóðarinnar, Sálminum um blómið.

Þetta var mikill gleðidagur í sögu Þórbergsseturs, ráðherra talaði um að samningur þessi væri í raun viðurkenning á að Þórbergssetur er nú eitt af þremur rithöfundasetrum Íslands, og að búið er að festa það í sessi með samfelldum rekstrarframlögum allt frá árinu 2010. Sól skein í heiði, og þessi fallegi haustdagur sannaði með óyggjandi hætti að góðir hlutir gerast í góðu veðri eins og Þórbergur segir á einum stað.

 

Hér má sjá samninginn

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 257
Gestir þennan mánuð: ... 1152
Gestir á þessu ári: ... 4360

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2014. All Rights Reserved.

Fara efst