Skip to main content

Hafið

Erlendir ferðamenn sem dvelja á Hala spyrja oft um undarlegan nið sem berst til eyrna úr suðrinu, en stundum er þó eins og raddir taki undir allt um kring. Þetta er sjávahljóð sem berst frá hafinu.

Í miklu brimi var hafið stórkostlegast og hræðilegast af öllu í heiminum. En í logni og ládeyðum var yfirborð þess unaðslega heillandi, og þá langaði mig mikið til að róa út á það. Mér fannst ekkert í náttúrunni eins lifandi. Ekkert í ríki hennar breytti eins mikið um útlit eftir veðri og lofti. Margbreytni þess virtist ekki eiga sér nein takmörk. Það var komið nýtt haf á hverjum morgni á Breiðabólsstaðarbæjunum".........
"Þegar mikið brim var, þá var sjávarhljóðið einn óslitinn niður, þungur, dimmur, djúpur, alvarlegur, og með margs konar tilbrigðum, og þegar mest gekk á, fannst manni hann vera líka undir jörðinni. Þetta mundu tónskáldin hafa kallað óperu hafsins, og ljóðskáldin myndu hafa kallað það tjáningu blóðsins úr morgunsárinu, og prestarnir rödd Guðs í náttúrunni."

Í Suðursveit bls 109 - 111

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 243
Gestir þennan mánuð: ... 5793
Gestir á þessu ári: ... 23816