Óþrotlegur auður

graeni jakiLjósmyndasýningin ,,Óþrotlegur auður“ er metnaðarfull og nýstárleg sýning þar sem markmiðið er að  tengja bókmenntatexta úr verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar við ljósmyndir og standa þannig fyrir kynningu á stórbrotnu landslagi Skaftafellssýslna með nýstárlegri framsetningu. Sýningunni er ætlað að auka þekkingu ferðamanna á fjölbreytilegri náttúru í Skaftafellssýslum, en um leið að kalla fram hughrif, upplifun og áhuga á að heimsækja aftur og aftur þetta einstaka landsvæði til að njóta náttúrunnar―bæði að sumri til og vetri.

Í verkum Þórbergs Þórðarsonar má víða finna einstakar lýsingar á náttúru og umhverfi. Hann segir á einum stað að hann hafi snemma tekið eftir því stóra í hinu smáa og á öðrum stað segir hann að það hafi aldrei hvarflað annað að honum en að allt í náttúrunni væri með lífi―enda tala steinar, náttúran andar og stynur og veraldarhafið syngur margraddaðar óperur í suðrinu. Textarnir sem birtir eru með ljósmyndunum eru úr eftirtöldum verkum Þórbergs Þórðarsonar: Steinarnir tala, Um Lönd og lýði, Bréfi til Láru og Ofvitanum.

Þorvarður Árnason umhverfisfræðingur er búsettur á Höfn í Hornafirði og því í einstakri aðstöðu til að fanga hin fjölmörgu litbrigði og undur er birtast í náttúrurfari í Skaftafellssýslum, allt árið um kring.Hann er forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði og hefur sem slíkur unnið náið með ferðaþjónustuaðilum í Ríki Vatnajökuls og með Vatnajökulsþjóðgarði. Ljósmyndun og kvikmyndagerð skipa stóran sess í lífi Þorvarðar og nýtir hann allar frístundir sem gefast til að sinna þeim―og njóta um leið stórbrotinnar og síbreytilegrar náttúru Suðausturlands. Ljósmyndir Þorvarðar á sýningunni eru ellefu talsins, teknar jafnt á nóttu sem degi á fjölmögum ljósmyndaferðum hans um Ríki Vatnajökuls á undanförnum árum.

Tony Prower ljósmyndari er Englendingur sem býr og starfar á Íslandi um þessar mundir og rekur fyrirtækið IcelandAurora, ljósmyndaferðaþjónustu á Íslandi. Tony er ástríðufullur áhugamaður um landslagsljósmyndun og íslenska náttúru. Hann dáist sérstaklega að stórbrotinni náttúru Suðausturlands og hefur komið með fjölmarga gesti í heimsókn á Hala til að njóta töfra staðarins.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 21
Gestir þennan mánuð: ... 10340
Gestir á þessu ári: ... 40603

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst