Sýning með frumútgáfum af verkum Þórbergs Þórðarsonar opnuð í Þórbergssetri

20120327Fyrir nokkru var til sölu safn af frumútgáfum af verkum Þórbergs Þórðarsonar, alls 46 bækur, allar mjög heillegar og vel með farnar. Skinney Þinganes keypti safnið og færði það Þórbergssetri að gjöf  á dagskrá sem haldin var þar sunnudaginn 25. mars . Safnið hefur verið sett upp í skápa í sýningarsal Þórbergsseturs ásamt þeim bókum sem til voru fyrir á Hala. Í þessu safni er m.a. frumútgáfa af Bréfi til Láru sem aðeins kom út í 300 eintökum árið 1924 og er mjög fágæt. Í fyrstu útgáfu af Bréfi til Láru voru bækurnar allar númeraðar og áritaðar af Þórbergi, sérkennileg hönnun vekur athygli en bækurnar eru eins og umslög í laginu og ritað er utan á þær eins og þær séu tilbúnar til sendingar með póstinum. Eintakið í Þórbergssetri er númer 109. Innihald Bréfsins olli sem....

kunnugt er miklu umróti og deilum í samfélaginu. Þórbergur gaf Bréf til Láru út sjálfur og veðsetti eigur sínar fyrir útgáfunni, en bókin seldist strax upp og var aftur gefin út árið 1925 í stærra upplagi. Þorbjörg Arnórsdóttir þakkaði Skinney Þinganes fyrir þessa verðmætu gjöf og bauð síðan gestum að líta hana augum í sýningarsal Þórbergsseturs


Það lögðu margir leið sína í Þórbergssetur þennan dag, eða 80 – 90 manns . Karlakórinn Jökull hóf dagskrána með kórsöng þar sem meðal annars voru sungin lög við texta eftir Þórberg og Megas og endað á frægu Eurovison lagi. Sigurður Pálsson skáld og rithöfundur fór á kostum þegar hann las úr Bernskubók sinni og fór yfir tilurð hennar. Var honum afar vel fagnað og hann klappaður upp aftur til að fá meira að heyra. Soffía Auður fjallaði um Lækningabók Jónassen og Þórberg og kom þar enn einu sinni fram hversu mikið ólíkindatól Þórbergur var og hvernig hann var alltaf með skrifum sínum í raun að setja raunveruleikann í skáldlegan búning .
Einnig er komin upp sýning á styttunum hans Sobeggi afa sem Lilla Hegga gaf honum alltaf á afmælinu hans og á afmælinu hans Jesús þ.e. á jólunum, alls 43 styttur, gjöf frá Helgu Jónu Ásbjarnardóttur til Þórbergssetur.
Það er því alltaf eitthvað nýtt að sjá í Þórbergssetri og búið að vera gestkvæmt í vetur. Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps kom í heimsókn á laugardaginn 24. mars , naut veitinga og fór um sýningar og fjöldi erlendra ferðamanna hefur komið að Hala á þessum vetri. Norðurljósin, náttúran í vetrarríki og einstök menning dregur nú æ fleiri ferðamenn til Íslands yfir veturinn og er það afar ánægjuleg þróun. Eitt af meginmarkmiðum með starfsemi Þórbergsseturs er að hafa opið allt árið, leggja sig fram í þjónustu við ferðamenn á lágönn, og jafnframt að stuðla að framþróun menningarferðaþjónustu á Íslandi.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 21
Gestir þennan mánuð: ... 10340
Gestir á þessu ári: ... 40603

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst