Sigurður Pálsson rithöfundur í Þórbergssetri 25. mars

Næstkomandi sunnudag, þann 25. mars verður dagskrá í Þórbergssetri á Hala í Suðursveit. Dagskráin hefst klukkan 14:00 . Gestur dagsins er Sigurður Pálsson rithöfundur og ætlar hann að fjalla um Bernskubók, sem kom út fyrir síðustu jól. Sigurður er sonur séra Páls Þorleifssonar á Skinnastað, en hann var Hornfirðingur, sonur Þorleifs Jónssonar alþingismanns á Hólum í Hornafirði. Séra Páll og Þórbergur Þórðarson voru þremenningar, Benedikt afi Þórbergs og Þórunn amma Páls voru systkini. Sigurður er því að heimsækja slóðir forfeðra sinna og frændfólks með heimsókn í Hornafjörð. Bernskubókina  fjallar um æsku- og uppvaxtarár Sigurðar á prestsetrinu á Skinnastað í Öxarfirði.

Í lok dagskrár verður opnuð sýning á frumútgáfum af öllum verkum Þórbergs,  sem Skinney Þinganes hefur nýlega fært Þórbergssetri að gjöf. Þar er meðal annars frumútgáfa af Bréfi til Láru frá árinu 1924, mjög fágæt og verðmæt bók, frumleg útgáfa sem aðeins kom út í 300 eintökum það ár og seldist strax upp. Önnur útgáfa  kom út skömmu síðar eða árið 1925. Bréf til Láru var tímamótaverk og olli  straumhvörfum í íslenskum bókmenntum.

Dagskrá í Þórbergssetri verður eftirfarandi:

14:00 Setning

14:05 Karlakórinn Jökull syngur nokkur lög

14:35 Sigurður Pálsson segir frá ritun Bernskubókar og les kafla sem tengjast Þórbergi beint og óbeint

15:15 Þórbergur og Lækningabók Jónassen; Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur

15:40 Bréf til Lillu Heggu, upplestur

15:50 Sýning á frumútgáfum af bókum Þórbergs, gjöf frá Skinney, Þinganes

16:10 Kaffiveitingar

Vonandi sjá Hornfirðingar sér fært að skreppa í sveitina og  heiðra þannig  Sigurð Pálsson rithöfund með nærveru sinni og njóta dagskrár. Það er nú árlegur viðburður í Þórbergssetri að vera með söng- og  bókmenntadagskrá í marsmánuði í tilefni af afmælisdegi Þórbergs sem að er 12. mars. Allir eru velkomnir og ef fólk vill njóta sveitasælunnar í Suðursveit yfir helgina er hægt að fá gistingu á Hala og njóta náttúrunnar allt um kring. Sjá nánar á www.hali.is

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 65
Gestir þennan mánuð: ... 10384
Gestir á þessu ári: ... 40647

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst