Skip to main content

Heimsókn að Bessastöðum

20110216Eyrarrósin 2011, viðurkenning fyrir afburða menningarverkefni á landsbyggðinni, kom í hlut Sumartónleika í Skálholtskirkju og veittu aðstandendur þeirra viðurkenningunni móttöku sunnudaginn 13. febrúar klukkan 14, við athöfn á Bessastöðum. Þórbergssetur var einnig tilnefnt til verðlaunanna svo og Hreindýraland á Egilsstöðum. Athöfnin á Bessastöðum var látlaus og skemmtileg. Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar afhenti verðlaunin.  Fjölmennt var við athöfnina en auk afhendingar viðurkenningarinnar flutti dúettinn Hundur í óskilum nokkur lög við góðar undirtektir gesta. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Hrefna Haraldsdóttir stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík fluttu ávörp. Þórbergssetur hlaut í verðlaun krónur 250.000 og 5 flugferðir með Flugfélagi Íslands innanlands.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 52
Gestir þennan mánuð: ... 5165
Gestir á þessu ári: ... 23188