Skip to main content

Þórbergssetur tilnefnt til Eyrarrósarinnar árið 2011

Þórbergssetur er eitt af þremur menningarverkefnum á landsbyggðinni sem er tilnefnt til Eyrarrósarinnar fyrir árið 2011
Eyrarrósin er veitt árlega fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni og verður afhent í sjöunda sinn á Bessastöðum 13. febrúar næstkomandi. Eyrarrósin felur í sér fjárstyrk að upphæð kr. 1.5 milljón og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar. Markmið með Eyrarrósinni er að stuðla að fagmennsku og færni við skipulagningu menningarlífs og listviðburða á landsbyggðinni, auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta og skapa sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Dorrit Moussaieff forsetafrú er verndari Eyrarrósarinnar og var viðurkenningin afhent í fyrsta sinn í ársbyrjun 2005 á Bessastöðum. Auk Þórbergsseturs eru tilnefnd úr hópi umsækjenda  Sumartónleikar í Skálholti og Hreindýraland á Egilsstöðum.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 85
Gestir þennan mánuð: ... 8622
Gestir á þessu ári: ... 16662