Skip to main content

Gestkvæmt í Þórbergssetri

Þórbergssetur er opið alla daga frá klukkan 9:00 til 21:00
Það er sannarlega búið að vera gestkvæmt í Þórbergssetri í maímánuði. Fjölmargir gönguhópar hafa lagt leið sína í Suðursveitina á þessu vori og dvalið á Hala eða á Gerði og komið við að skoða sýningarnar i Þórbergssetri.  Gönguferð á Þverártindsegg er ögrandi viðfangsefni fjallagarpa og leiðin er að verða vinsæl fyrir þá fjölmörgu sem eru að leita að nýjum  tindum að klífa. Nemendur 4. og 5 bekkjar Hafnarskóla komu í heimsókn Þórbergssetur svo og 5 ára útskriftarhópur leikskólans á Lönguhóluim. Leshópur frá Akureyri

dvaldi yfir eina helgi á Hala og útskriftarhópur leiðsögumanna kynnrti sér menningarferðaþjónustuna í Þórbergssetri og dvaldi yfir eina nótt. Um hvítasunnuhelgina var síðan landsbyggðarþing sögu- og þjóðfræðinema haldið í Ríki Vatnajökuls. Það var frábær ráðstefna, sem hófst á Hala en var síðan á faraldsfæti um Ríkið. Þar voru fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar um efni  er tengdist sögu Suðausturlands. Kirkjukórar Gnúpverja - og Ólafsvallairkju á Skeiðum komu í heimsókn og sungu nokkur lög, en kórfólkið ók í gegnum öskumökkinn undir Eyjafjöllum þegar hann var hvað svartastur í byrjun maí.  Mosfellskórinn er  síðan væntanlegur í heimsókn í þessari viku og Njálumót verður á föstudagskvöldið. Það má greinilega finna að Þórbergssetur er að sanna sig sem menningarsetur í sveit og margir kjósa að líta við til að fá sér kaffisopa, spjalla og skoða nýjar sýningar, en alltaf er verið að breyta  til í sýningarsölunum og takast á við ný viðfangsefni.
Eitt af meginmarkmiðum setursins er að taka á móti fólki að sveitasið, spjalla um daginn og veginn og fræða um umhverfi og náttúru. Margir gestir sem koma eru að leita uppruna síns í Suðursveit, eiga ættir að rekja í sveitina og eru að leita að tengingum við ættfólk eða  fræðast um liðna tíð. Í sumar verður Íslendingabók aðgengileg í tölvu fyrir almenning, en einnig hefur verið safnað saman ættfræðiþekkingu sem reynt er að miðla til þeirra gesta sem leita eftir því.
Það er skemmtilegt og ögrandi viðfangsefni að byggja upp menningartengda ferðaþjónustu sem byggir á arfleifð og þekkingu heimafólks á umhverfi og náttúru. Nú er verið að þýða bækur Þórbergs á erlend tungumál, Steinana tala á ensku og Íslenskan aðal á þýsku. Einnig er Þórbergssetur að gefa út þýðingar á gönguleiðartextum og tilvitnunum í verk Þórbergs á ensku og þýsku. Brúðlkaupssagan verður gefin út í ltlu hefti á þessu vori. Þannig víkkar sjóndeildarhringurinn smátt og smátt, brátt munu erlendir gestir eiga þess kost að lesa á eigin tungumáli bækur Þórbergs og læra þannig um lífið í Suðursveit, örnefni og lifnaðarhætti. Þórbergssetur og nýjar þýðingar á verkum Þórbergs verða sérstaklega kynntar á bókamessu í Þýskalandi 2011 og vonandi verður það til að efla enn frekar menningarstarf og gestakomur erlendra gesta í Þórbergssetur 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 210
Gestir þennan mánuð: ... 5323
Gestir á þessu ári: ... 23346