Skip to main content

Hafnarskóli í heimsókn

Það var líf og fjör í Þórbergssetri síðastliðinn þriðjudag en þá komu um 80 nemendur og kennarar Hafnarskóla í heimsókn á Hala. Dvöldu þau í 4 - 5 klukkutíma og höfðu mikið við að vera. Skipt var í hópa og voru mismunandi viðfangsefni á hevrjum stað. Farið var í ratleik um umhverfið þar sem sögur úr verkum Þórbergs var að finna á leiðinni. Einnig var farið í fiskeldið og jöklableikjurnar skoðaðar jafnt stórar sem smáar, sprelllifandi á sundi. Ekki var laust við að kæmi veiðihugur í suma. Farið var í fjárhúsin og nýfæddum lömbum heilsað og svo í  fjósið og kannað hvernig kýr og kálfar hefðu það. Nemendum gafst síðan tími til að fara aftur í tímann um 110 - 120 ár og setja sig í spor fólksins sem ólst upp í fjósbaðstofunni á Hala í lok 19 aldar. Spjallað var um rithöfunda og hvernig þeir geta með verkum sínum gefið horfnu fóli ævarandi líf á blaðsíðum bóka.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 128
Gestir þennan mánuð: ... 4045
Gestir á þessu ári: ... 22069