Skip to main content

Helgarferð að Hala Suðursveit

Í boði er helgardvöl á Hala í Suðursveit á góðum kjörum. Ferðin er ætluð fyrir stofnanir og starfsmannahópa sem langar að skoða sig um á landsbyggðinni eða fara í stutta heimsókn  á milli landshluta.  Hægt er að gera sértilboð eða breyta dagskrá eftir óskum. Frekari upplýsingar í síma 867 2900 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  Dagskrá er eftirfarandi: 

 



Föstudagskvöld: Koma sér fyrir í gistingu, kvöldmatur úr sveitinni, hangikjöt, svið, slátur, heimabakað flatbrauð og rúgbrauð, kynning á Suðursveit og Þórbergssetri

Laugardagur:  Morgunverður, erindi saga Suðausturlands, sögusýning, hádegisverður, kjötsúpa og rúgbrauð með kæfu, vettvangsferð um Suðursveit, kl 16:00 frjáls tími, hátíðarkvöldverður með mat frá Hala, bleikja og lambakjöt, ýmsir réttir, kvöldvaka, upplestur, söngur, strand, spjall um landsins gagn og nauðsynjar.

Sunnudagur Morgunverður, sagnalist, sögur og söngur Steinþórs á Hala, söguferð um nágrenni Hala,
hádegisverður, súpa og salat, formlegri dagskrá lokið kl 13:00

Verð á helgarpakka matur, gisting, leiðsögn, sýning 18.500 kr. á mann.
Á Hala er gisting fyrir 42 í eins og tveggja manna herbergjum

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 144
Gestir þennan mánuð: ... 8681
Gestir á þessu ári: ... 16721