Skip to main content

Félagsfundur Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu

Félagsfundur Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu verður haldinn í Þórbergssetri dagana 15. og 16 janúar næstkomandi. Samtök um sögutengda ferðaþjónustu eru landssamtök og félagar erum 60 frá öllum landshlutum. Helsta markmið samtakanna er að vera samvinnu- og samráðsvettvangur þeirra er stunda sögutengda ferðaþjónustu á Íslandi. Auk þess er markmiðið að auka samvinnu í kynningarmálum, gæðamálum og stuðla að aukinni fagmennsku. Samtökin leggja áherslu á arfleifð íslenskra miðaldabókmennta, fyrstu aldir Íslandsbyggðar og miðaldamenningu þ.e. tímabilið frá landnámi og fram á 16.öld. Um 30 aðilar samtakanna alls staðar af landinu ætla að sækja þennan félagsfund í Þórbergssetri. Það kemur í hlut okkar Skaftfellinga að vera gestgjafar á árlegum félagsfundi samtakanna að þessu sinni. Er það í framhaldi af því verkefni sem  hefur verið unnið að í klasasamstarfi á síðustu tveimur árum um sögutengda ferðaþjónustu og opnun Söguslóðar á Suðausturlandi síðastliðið vor.Á föstudeginum kl 16:00 verður opið málþing í Þórbergssetri þar sem allir eru velkomnir sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi þessara samtaka  og hvað er verið að gera í ferðaþjónustu á Íslandi sem tengist sögu og menningu miðalda. Á málþinginu eru áhugaverð erindi og m.a. kynning á matarmenningu í ríki Vatnajökuls, kynning á Söguslóð á Suðausturlandi, kynning á fornleifauppgreftri í Hólminum og við Fagurhólsmýri í Öræfum og síðan erindi um möguleika á að markaðssetja og þróa sérstakar söguferðir á Íslandi. Einnig verður fjallað um bókaútgáfu í tengslum við sögutengda ferðaþjónustu.
Það er von okkar sem störfum í þessum samtökum að sem flestir ferðaþjónustuaðilar og áhugamenn um sögu og menningu láti sjá sig í Þórbergssetri á þessu málþingi næstkomandi föstudag. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 46
Gestir þennan mánuð: ... 5159
Gestir á þessu ári: ... 23182