Skip to main content

Viðurkenning til Þórbergsseturs á Degi íslenskrar tungu

Þórbergssetur hlaut viðurkenningu á Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember 2009.  Rökstuðningurinn var eftirfarandi:
„Þórbergssetur á Hala í Suðursveit er menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund. Þórbergur var einn af merkustu rithöfundum 20. aldarinnar. Hann fæddist og ólst upp á Hala í Suðursveit sem á þeim tíma var býli í einni afskekktustu byggð á Íslandi. Landfræðileg einangrun Suðursveitar markaðist af kolmórauðum jökulfljótum beggja vegna og að baki byggðar voru risavaxnir fjallgarðar og víðáttumiklar jökulbreiður en brimsandar og hafnleysur við sjávarsíðuna. Nú er Suðurveit í þjóðbraut og Þórbergssetur er þar verðugur minnisvarði um einn af mestu meisturum íslenskrar tungu. Sjálfur sagði Þórbergur fyrir um tilurð safnsins í Sálminum um blómið þar sem hann sagði Lillu Heggu að í framtíðinni myndu kaupmenn reisa ráðstefnuhöll á Hala og að þá myndi fólk koma til að hlusta á sögur úr Suðursveit. Það voru þó heimamenn sem reistu Þórbergssetur með stuðningi frá ríki og sveit. Þeir eru líka ávallt reiðubúnir að ræða við gesti og veita fræðslu og upplýsingar um umhverfi, náttúru og mannlíf."

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 129
Gestir þennan mánuð: ... 4648
Gestir á þessu ári: ... 22672