Skip to main content

Námskeið um bækur Þórbergs Þórðarsonar

Háskólasetrið á Höfn og Þórbergssetur bjóða öllum Hornfirðingum og íbúum nærsveita að taka þátt í opnu námskeiði þar sem fjallað verður um Þórberg Þórðarson, ævi hans og verk. Námskeiðið verður haldið hálfsmánaðarlega á þriðjudagskvöldum á milli kl. 20 og 22 í Pakkhúsinu á Höfn. Dagskráin er eftirfarandi:

 

10. feb.            Farið yfir ævi- og ritferil Þórbergs í stórum dráttum.
24. feb.            Bréf til Láru, pistlar og ritgerðir Þórbergs.
10. mars          Íslenskur aðall og Ofvitinn.
24. mars          Sálmurinn um blómið.
7. apríl            Suðursveitarbækurnar
Laugardaginn 2. maí verður í boði að þátttakendur fari saman í heimsókn á Þórbergssetur
Öllum er heimil þátttaka og fólki er frjálst að mæta í eitt eða fleiri skipti eftir því sem þeim hentar. Stjórnendur námskeiðsins eru Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur og sérfræðingur á Háskólasetrinu, og Þorbjörg Arnórsdóttir, forstöðumaður Þórbergsseturs.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 3917
Gestir á þessu ári: ... 21941