Mörg verkefni í undirbúningi í byrjun Þorra

Þorri hefur heilsað hér í Suðursveit með miklum hlýindum og vætutíð. Fiflar eru meira að segja blómstrandi undir húsvegg, en reyndar nálægt heita pottinum. Þórbergsetur hlaut 500.000 króna styrk frá Menningarráði Austurlands til ýmis konar starfsemi m.a til að halda tónleika í Kálfafellsstaðarkirkju á Ólafsmessu þann 29. júlí í sumar.  Vonir standa til að

Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður og Ellen Kristjánsdóttir söngkona verði með tónlistardagskrá, en Eyþór var sumarstrákur í sveit á Jaðri í Suðursveit og á góðar minningar úr sveitinni. Hann sat við hlið Þórbergs og Margrétar í flugvélinni þegar hann kom í sveitina í fyrsta sinn. Þetta er þó með þeim fyrirvara að Mezzoforte veði ekki farin í tónleikaferð til Þýskalands á þessum tíma svo nú er bara að krossa fingur. Innan Þórbergsseturs er verið að undirbúa fjöldamörg önnur verkefni, má þar nefna sögusýningu um papa og opnun Söguslóðar á Suðausturlandi,  sýningu um fermingar, sem er afrakstur samstarfsverkefnisins Sagnalistar, einnig  námskeið um Þórberg, málþing um Einar Braga á vordögum, svo og þýðendaþing í samstarfi við Háskólasetrið á Hornafirði. Það verður því mikið um að vera á Hala þegar fer að líða á veturinn.    

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 21
Gestir þennan mánuð: ... 10340
Gestir á þessu ári: ... 40603

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst