Í aðdraganda jóla

Á morgun fyrsta sunnudag í aðventu verður þjóðleg dagskrá í Þórbergssetri þar sem kynntar verða nýútkomnar bækur og fjallað um alþýðumenningu. Dagskráin er fjölbreytt, m.a. er heimafengið efni úr sjóði minninganna þar sem lýst er afreksför Ingimars Bjarnasonar á Jaðri og Bjarna Þórhallssonar á Breiðabólsstað í Hvannadal um hávetur. Einnig  hafa ljóðskáld af Austurlandi boðað komu sína og það verður myndasýning frá fáförnum slóðum norðan Vatnajökuls.


Skaftfellskum hagyrðingum hefur verið boðið á staðinn með eigin ljóð og Pálína Þorsteinsdóttir í Svínafelli les ljóð eftir föður sinn Þorstein Jóhannsson skólastjóra. Veitingar eru í boði. Allir eru velkomnir . Það er gaman að taka sér bíltúr um sveitirnar á vetrardegi og veðurspáin virðist ekki ætla að hamla för að þessu sinni. 


Dagskráin er eftirfarandi:


1.  Alþýðumenning og skaftfellsk alþýðuskáld
Stuttur inngangur Þorbjörg Arnórsdóttir.

 
2. Litir og ljóð
Guðjón Sveinsson frá Breiðdalsvík kynnir nýútkomna ljóðabók sína.
  
3. Gullhyrna og Soffía
Aðventusaga úr Suðursveit frá árinu 1958, höfundur Steinþór Þórðarson Hala.
  
4. Vébönd
Magnús Stefánsson kynnir nýja ljóðabók Þorsteins Bergssonar frá Unaósi.
     
5. Skaftfellsk ljóð
Pálína Þorsteinsdóttir kynnir og les ljóð eftir föður sinn Þorstein Jóhannsson frá Svínafelli   
   
6. Skaftfellsk alþýðuskáld flytja eigin ljóð
Komið og sjáið hverjir mæta á staðinn.   
  
7. Þytur eilífðarinnar
Kári Kristjánsson landvörður flytur efni sem er byggt á litskyggnum, sögum og ljóðum fólks sem hefur   tengst stórbrotnu landslagi norðan Vatnajökuls og  á Öskjusvæðinu. Við fetum að hluta fáfarnar slóðir og skoðum og kynnumst fyrirbærum sem fáir þekkja. 
 
Kaffiveitingar í hléi - Séra Einar G. Jónsson lífgar upp á jólastemninguna og sest við píanóið.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 21
Gestir þennan mánuð: ... 10340
Gestir á þessu ári: ... 40603

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst