Skip to main content

Haustþing í Þórbergssetri

Málþing um Einar Braga rithöfund og verk hans verður haldið í Þórbergssetri 18. - 19. október næstkomandi.
Málþingið hefst kl 14:00 á laugardegi og verða fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar. Lesið verður úr bókum Einars Braga, en einnig farið í heimsókn að Steinum og á Sléttaleiti og skoðaðar búsetuminjar. Einar skrifaði þrjár bækur með fróðleik um Suðursveit undir heitinu, Þá var öldin önnur,  þar er m.a. fjallað um búskaparhætti á Sléttaleiti á fjórða áratug síðustu aldar. Þar bjó þá Sveinn Einarsson móðurbróðir Einars, en Einar dvaldi hjá þeim hjónum á Sléttaleiti um tíma. Guðrún Sveinsdóttir frá Sléttaleiti endurbyggði bæjarhúsin á Sléttaleiti í minningu foreldra sinna og ánafnaði síðan Rithöfundasambandi Íslands  húsið til minningar um Einar Braga. Þar eru ýmsar minjar sem tengjast skáldinu og verkum hans sem gaman er að skoða. Áður hafði Einar Bragi haft forgöngu um að endurbyggja smiðjuna á Sléttaleiti til að framfylgja heiti Sveins, smiðjan gæti verið að grunni til sú sama og Ingimundur Þorsteinsson forfaðir Kvískerjabræðra byggði þar,  en hann flutti bæinn frá Steinum að Sléttaleiti árið 1829 eftir stórflóð og grjóthrun úr fjallinu.Um kvöldið verður hátíðarkvöldverður í Þórbergssetri. Á sunnudeginum heldur dagskrá áfram til kl. 15:00. Haustþing Þórbergsseturs eru nú árlegur viðburður og hefur alltaf verið góð aðsókn. það er von okkar að sem flestir leggi leið sína í Suðursveit þessa helgi til að njóta skemmtunar, fróðleiks og útiveru.
Hægt verður að fá gistingu á Hala,  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sími 478 1073, á Gerði sími 478 1905 og á Smyrlabjörgum sími 478 1074.
Allir velkomnir

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 243
Gestir þennan mánuð: ... 5793
Gestir á þessu ári: ... 23816