Skip to main content

Hrossakjötsveisla í Þórbergssetri

Hin árlega bridgehátíð og hrossakjötsveisla verður haldin í Þórbergssetri 5. og 6. apríl næstkomandi. Áhugafólk um bridge og hrossakjötsát er boðið velkomið. Torfi Steinþórsson á Hala  var mikill  félagsmálafrömuður og áhugamaður um spilamennsku og  gekkst  hann fyrir  bridgekeppni og hrossakjötsveislum í Suðursveit á árum áður. Afkomendur hans hafa tekið að sér að halda merkinu á loftinu og halda við hefðinni. Hér er fyrst og fremst um áhugamannamót að ræða þar sem helgin verður tekin í eina allsherjarskemmtun yfir spilum með áti inn á milli. Byrjað verður að spila og keppa í tvímenningi kl 17:00 á laugardeginum og spilað fram eftir kvöldi með tilheyrandi áthléum, en síðan byrjað klukkan 11 á sunnudeginum í sveitakeppni. Allir áhugamenn um bridge sem kunna að halda á spilum eru velkomnir, og einnig er fólki velkomið að kíkja við á laugardagskvöldið til að smakka hrossakjötið og skoða sig um í Þórbergssetri. Hægt er að fá gistingu og allan viðurgjörning á Halabæjunum á meðan að spilamennskan stendur yfir. Verð fyrir kvöldmat, gistingu, morgunmat, hádegismat og miðdagskaffi er kr. 8000 á mann Upplýsingar og pantanir eru hjá Þorbjörgu í síma 867 2900 eða Þórbergi 899-2409

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 5550
Gestir á þessu ári: ... 23573