Skip to main content

Málþing og krossinn hann Þórbergs

Þórbergssetur stóð fyrir tveimur málþingum, hið fyrra var haldið að Hrollaugsstöðum í Suðursveit 29. og 30 maí 2003 og hið seinna í Norræna húsinu 12. mars 2004. Yfir 100 manns sóttu hvort málþing og alls staðar var gerður góður rómur að verkefninu.

gamallkrossnyrkrossÍ júlí 2004 var merkt gönguleið að Klukkugili í Papbýlisfjalli/ Staðarfjalli og reistur kross til minningar um yfirsetu ungra manna á Breiðabólsstaðarbæjum yfir hagalömbum í byrjun 20 aldar. Þar voru minjar af trékrossi sem Þórbergur Þórðarson hafði tálgað úr birkigrein árið 1904. Leiðin sem þeir fóru með lömbin var stikuð og sett upp átta söguskilti ásamt varanlegum krossi en leifar krossins sem Þórbergur tálgaði teknar til varðveislu í fyrirhuguðu Þórbergssetri til að bjarga þeim frá frekari skemmdum. Leiðin liggur um afar fallegt umhverfi að Klukkugili, sem er 380 metra djúpt gljúfur og er nú orðin vinsæl gönguleið.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ...
Gestir þennan mánuð: ...
Gestir á þessu ári: ...