Skip to main content

Esperantóþing á Hala

Aðalfundur Íslenska esperantosambandsins (IEA) á Þórbergssetri á Hala í Suðursveit 14. til 16. september 2007
Föstudaginn 14. september
1. Lagt af stað úr Reykjavík (BSÍ) klukkan 14.00, frá BSÍ. Leiðsögn á esperanto og íslensku.
2. Komið að Hala um kl. 20.00 og drukkið kvöldkaffi þar
3. Þórbergssafn skoðað 
 Laugardagur 15. september
4. Morgunverður kl. 8.00-9.30
5. Aðalfundur IEA  kl. 10.00-11.00
6. Fyrirlestur heiðursgestsins, Tibor Szabadi frá Ungverjalandi, um esperanto sem millimál við þýðingar kl. 11.00-12.00
7. Hádegisverður kl. 12.00-13.00
8. Ferð um Suðursveit og Hornafjörð kl. 13.00-18.00. Leiðsögn Hallgrímur Sæmundsson
9. Kvöldverður á Þórbergssetri kl. 19.00
10. Kvöldvaka kl. 20.00-22.00
Sunnudagur, 16. september
11. Gengið verður um nánasta umhverfi á Hala fyrir hádegi. Þórbergssafn verður opið.
12. Hádegisverður klukkan 12
13. Haldið heim. Farið frá Hala upp úr hádegi
Heiðursgestur á þinginu verður Tibor Szabadi frá Ungverjalandi. Tibor er félagi í Ungverska rithöfundasambandinu og hefur fengist við þýðingar úr ungversku á esperanto og einnig úr esperanto á ungversku. Hefur hann til dæmis þýtt bæði ljóð eftir Jónas Hallgrímsson (Gunnarshólma) og Vilborgu Dagbjartsdóttur eftir þýðingum á esperanto úr tímaritinu La Tradukisto sem íslenskir esperantistar gefa út. Tibor Szabadi mun á þinginu halda fyrirlestur um þýðingar bókmenntaverka með esperanto sem millimál.
Hornfirðingar eru hjartanlega velkomnir að líta við í Þórbergssetri á laugardagskvöldið og taka þátt í kvöldvöku með esperantistum og kynna sér starfsemi Íslenska esperantosambandsins. Meðal íslenskra gesta er Hallgrímur Sæmundsson frá Stóra Bóli á Mýrum

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 8873
Gestir á þessu ári: ... 16913