Sumarið 2007

Það hefur verið viðburðaríkt sumar í Suðursveit og mikil umferð ferðamanna á svæðinu. Í Þórbergssetri hefur verið gestkvæmt og hafa nú um 8500 gestir heimsótt safnið síðan að opnað var 1. júlí á síðasta ári. Sýningarnar hafa vakið mikla athygli en margir fleiri hafa komið við til að njóta veitinga og spjalla við heimamenn. Erlendir ferðamenn hafa mikið komið við í sumar en fara ekki nærri allir inn á sýningarnar. Þeir sem fara inn eru þó ánægðir og textar Þórbergs vekja áhuga þeirra á umhverfi og sögu. Gaman er að rifja upp sögur frá liðinni tíð, segja frá  einangrun Suðursveitar fram yfir 1960 og hversu hratt við síðan tengdumst tækniveröld nútímans þar sem vegalengdir í tíma og rúmi hafa gerbreyst á örfáum árum.

Helgina 15. til 16. september kemur hópur esperantista í heimsókn á Hala og verður með dagskrá á laugardagsmorgninum og kvöldvöku á laugardagskvöldi. Kristján Eiríksson er forsvarsmaður hópsins en leiðsögumaður um Hornafjörð verður Hallgrímur Sæmundsson frá Stóra-Bóli á Mýrum. Nánari dagskrá verður birt á Þórbergsvefnum á næstu dögum.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 10320
Gestir á þessu ári: ... 40582

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst