Kærkomin heimsókn

Helgina 20 - 22 apríl næstkomandi koma í heimsókn í Þórbergssetur félagar í  bókmenntahóp Félagsmiðstöðvarinnar Hæðargarðs 31 og bókamenntaklúbburinn Hana-nú í Kópavogi. Þeir ætla að dvelja á Hala yfir helgina og  flytja bókmenntadagskrá um Þórberg Þórðarson undir stjórn Soffíu Jakobsdóttur leikkonu. Dagskráin hefst klukkan 20:30 á laugardagskvöldið og eru Skaftfellingar velkomnir að koma og njóta dagskrárinnar með Hafnfirðingum. Kaffiveitingar verða á staðnum og opið inn á sýningar í Þórbergssetri. það verður sannarlega gaman að taka á móti þessum hópi sem í vetur hefur verið að lesa bækur Þórbergs og m.a. fengið Halldór Guðmundsson bókmenntafræðing til að fjalla um rithöfundinn. Fyrirhugað er að kynna þeim starfsemi Þórbergsseturs og lesa úr verkum Þórbergs á nokkrum velvöldum stöðum innan eða utandyra eftir því sem aðstæður leyfa.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 65
Gestir þennan mánuð: ... 10384
Gestir á þessu ári: ... 40647

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2023. All Rights Reserved.

Fara efst