Skip to main content

Hagvöxtur á heimaslóð, námskeið í Þórbergssetri

hh-060117--004Dagana 17. og 18. janúar sóttu 20 manns, ferðaþjónustuaðilar og starfsmenn lykilstofnana í atvinnuþróun í Austur Skaftafellssýslu og starfsmaður Skaftafellsþjóðgarðs námskeiðið Hagvöxtur á Heimaslóð. Námskeiðið var haldið í Þórbergssetri á Hala. Útflutningsráð býður nú landshlutasamtökum upp á þetta viðamikla námskeið, sem stendur tvo daga í senn, alls í fjögur skipti. Fyrstu tvö námskeiðin verða í Þórbergssetri, en síðari tvö á Hótel Höfn og í Árnanesi. Markmið með námskeiðinu er að veita fyrirtækjum ráðgjöf í markaðssetningu og vöruþróun, en einnig að stuðla að auknu samstarfi fyrirtækja í ferðaþjónustu og tengja saman hin ýmsu starfssvið, svo sem gistingu, afþreyingu, þjónustu, menningartengda- og fræðandi ferðaþjónustu, safnastarf, starfsemi Skaftafells-þjóðgarðs, veitingasölu o.fl

hh-060117--014Þessir tveir fyrstu dagar námskeiðsins lofuðu sannarlega góðu, mjög mikið af áhugaverðu efni var kynnt, umræður líflegar og allir voru með. Kom það vel fram strax á fyrstu dögum hversu kynning og samvera ferðaþjónustuaðila skilar  miklu í aukinni þekkingu á ferðaþjónustu svæðisins í heild og eykur líkur á náinni samvinnu og samstarfi á næstu árum. Þátttakendur skoðuðu Þórbergssetur og sýningar þar, fræddust um verkefnið, fóru í gönguferð upp að minnisvarðanum og komu við á ,,strandi" um kvöldið. Aðstandendur Þórbergsseturs eru strax farnir að hlakka til næsta námskeiðs sem verður 7. og 8. febrúar. Í raun er það verðugt verkefni fyrir Þórbergssetur að markaðssetja síg í framtíðinni á þann hátt að þar verði öflugt fræðslu- og menningarsetur, þar sem fólk geti komið og dvalið á staðnum á námskeiðum, en um leið notið fræðslu um umhverfi og sögu Suðursveitar. Hvað væri meira í anda Þórbergs Þórðarsonar??

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 5
Gestir þennan mánuð: ... 5327
Gestir á þessu ári: ... 23351