Skip to main content

Vetrardvöl á Hala

vetrarmyndir 047Með hækkandi sól og á nýju ári er vonast eftir að gestakomur verði tíðar í Þórbergssetri og á Hala. Fræðimönnum er boðið upp á aðstöðu til að sinna fræðastörfum á Hala í sérstöku húsnæði, en einnig er hópum boðið upp á helgardvöl með dagskrá. Þegar eru farnar að berast fyrirspurnir frá leshringum og gönguhópum fyrir næsta ár. Ýmsir möguleikar eru í boði og hægt er að hafa samband og gera tilboð eftir óskum hvers og eins. Eftirfarandi tilboð eru í boði frá 15. janúar til 15 maí árið 2007: Svipuð tilboð verða einnig í gangi frá 1. október - 1. desember næsta haust.  


                          

Dvöl í fræðaíbúð:
vetrarmyndir 0122
Hámark 2 vikur, frí aðstaða en óskað eftir að viðkomandi flytji fyrirlestur, skrifi greinar í fræðirit eða á Þórbergsvefinn eða leggi til efni er tengist starfsemi Þórbergsseturs á komandi árum. Bent er á að efnið getur tengst fjölmörgum rannsóknarsviðum í Skaftafellssýslum svo sem: bókmenntum, sagnfræði, þjóháttarfræði,  þjóðfræði, veðurfræði, jarðfræði, fornleifafræði, náttúrufræði o.fl.

Helgardvöl:
Hópum er boðið upp á helgardvöl á Hala. Um er að ræða dvöl í sérhúsnæði sem tekur allt að 14 manns og ef bædi húsin eru laus allt að 26 manns. Hægt er að koma á föstudagskvöldi og fara til baka á sunnudegi eða mánudagsmorgni. Náttúran skartar oft sínu fegursta á veturna. Um  5 klukkutíma akstur er frá Reykjavík að Hala.
 
Í boði eru eftirfarandi möguleikar:
vetrarmyndir 0292Gisting í tvær nætur á vægu verði, góð eldunaraðstaða er í húsunum, setustofa og þægileg herbergi. Heitur pottur( frumstæður) er í næsta nágrenni.
Heimsókn í Þórbergssetur á sýningu.
Upplestur úr bókum, fyrirlestur tengdur Þórbergi og Suðursveit.
Söguferðir með eða án leiðsagnar í nágrenni Hala.
Hægt er að kaupa morgunverð og kvöldverð ef fólk vill.
vetrarmyndir 024Píanó er í Þórbergssetri.
Pantanir og frekari upplýsingar í síma 4781078 / 8672900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Velkomin í Suðursveit.

 

 

              

 

 

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 118
Gestir þennan mánuð: ... 5668
Gestir á þessu ári: ... 23691