Skip to main content

Undirritun samstarfssamnings Gljúfrasteins og Þórbergsseturs

gljufrasteinnVerk mánaðarins á Gljúfrasteini í nóvember er minningasaga Halldórs Laxness, Í túninu heima, og mun Halldór Guðmundsson spjalla um hana á Gljúfrasteini kl. 16:00 á sunnudag. Áður en stofuspjallið hefst verður samstarfssamningur milli Gljúfrasteins og Þórbergsseturs undirritaður. Í samningnum kemur fram að stofnanirnar tvær hyggjast taka höndum saman um að efla áhuga á íslenskum bókmenntum og menningu í samstarfi við önnur rithöfundasetur og aðra áhugasama aðila.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir

Í túninu heima kom út 1975 og var fyrst minningasagna Halldórs, en síðan

fylgdu Úngur eg var, Sjömeistarasagan og Grikklandsárið. Halldór Laxness kallaði þessar bækur skáldsögur í ritgerðarformi og það er fullt eins mikið réttnefni og endurminningar, því auk þess sem Halldór minnist bernsku og unglingsára skrifar hann hér margt um viðhorf sitt til skáldskapar og sagnagerðar og fer um víðan völl. Hið sama mun nafni hans gera sem ætlar að bera bók Halldórs saman við bækur tveggja annarra íslenskra höfunda sem einnig ólust upp í sveit, en þeir eru Þórbergur Þórðarson og Gunnar Gunnarsson.

Halldór Guðmundsson er höfundur ævisögu Halldórs Laxness og hefur nýlega sent frá sér bókina Skáldalíf, einskonar hliðstæðar ævisögur Gunnars og Þórbergs. Allir þessir þrír stóru sagnamenn skrifuðu mikið um æsku sína og gefur samanburðurinn færi á að hugleiða aðferðir þeirra og ólíka sýn.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 89
Gestir þennan mánuð: ... 5639
Gestir á þessu ári: ... 23662