Skip to main content

Bókin, Skáldalíf komin út.

Bókin Skáldalíf eftir Halldór Guðmundsson bókmenntafræðing er til sölu í Þórbergssetri á Hala í Suðursveit. Bókin var gefin út þann 15. nóvember síðastliðinn og hefur undirtitilinn Ofvitinn úr Suðursveit og Skáldið á Skriðuklaustri. Og það má spyrja, eiga þeir nokkuð sameiginlegt, heimsmaðurinn Gunnar Gunnarsson og heimalningurinn Þórbergur Þórðarson? Annar skrifaði bækur á dönsku sem þýddar voru á fjölmörg tungumál;

bækur hins voru vel varðveitt leyndarmál á fátalaðri tungu landsmanna. Annar spurði stórra spurninga um tilvist mannsins; hinn var annálaður húmoristi og ólíkindatól. En þeir voru báðir íslenskir bændasynir, nánast jafnaldra, og þá dreymdi stóra drauma um eigin framtíð og þjóðarinnar. Þeir tóku trú á erlenda stríðsherra, hvorn af sinni stjórnmálastefnu og fór sú trú illa með þá. En báðir höfðu afgerandi áhrif á þróun íslenskra bókmennta. Halldór Guðmundsson dregur upp einstæða mynd af þessum tveim rithöfundum í samhliða ævisögum þeirra. Hér segir frá æsku og uppvexti, erfiðum sveltiárum og örlagaríkum ástarsamböndum, þrá eftir sveitinni, heimsreisum og endurkomu. Með því að láta þá varpa sterku ljósi hvor á annan fæst mynd af hvorum um sig sem aldrei hefur áður sést.
Halldór Guðmundsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Halldór Laxness - ævisaga.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 175
Gestir þennan mánuð: ... 8712
Gestir á þessu ári: ... 16752