Skip to main content

Dvöl á Hala

gisting myndir1Á Hala er nú hægt að panta gistingu í sérhúsnæði. Um er að ræða tvö einbýlishús með góðri eldunaraðstöðu og setustofu. Yfir sumartímann er mikið um að vera og panta þarf gistingu með góðum fyrirvara.


Fyrir utan háannatímann þ.e. frá 1. september til 1. júní  er hægt að koma og dvelja á Hala yfir helgi eða í lengri tíma. Á það við um hópa, fjölskyldur, fræðimenn, ýmis námskeið eða skólahópa. Á vegum Þórbergsseturs er hægt að panta sérstaka dagskrá sem hentar hverjum og einum. Sem dæmi má nefna gönguferð að kvöldlagi og stjörnuskoðun ef veður leyfir, upplestur úr verkum Þórbergs eða efni úr Suðursveit, gönguferðir úti í náttúrunni, ratleiki, að skoða fiskeldi og ála, hátíðarkvöldverð í Þórbergssetri o.fl. Jarðhiti hefur fundist við Hala og hægt er að baða sig í heitum potti (fiskikari) og stunda Möllersæfingar á síðkvöldum. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Þorbjörgu Arnórsdóttur í síma 867 2900 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 51
Gestir þennan mánuð: ... 5373
Gestir á þessu ári: ... 23397