Skip to main content

Þórbergssetur, dagskrá á sunnudögum

20090117Þórbergssetur er búið að vera opið alla daga í haust nema mánudaga. Töluvert hefur verið um að ferðafólk líti við til að fá sér kaffisopa eða skoða safnið. Margt var um manninn síðustu helgina í október en þá komu um 130 manns í heimsókn, Vestur Skaftfellingar í skoðunarferð og Skaftfellingakórinn sem söng fyrir gesti og heimamenn við góðar undirtektir. Húsið vekur mikla athygli frá þjóðveginum og margur forvitinn vegfarandi hægir á ferðinni eða staldrar við um stund og virðir fyrir sér bókakilina hans Þórbergs sem skreyta norðurhlið hússins.
Þórbergssetur verður opið í allan vetur. Oftast er setrið opið frá 12 - 17 alla daga nema mánudaga. Tekið er á móti tímapöntunum fyrir hópa sem vilja heimsækja safnið í síma 867 2900.Stutt er heim á Hala og velkomið að banka upp á ef komið er að lokuðum dyrum.
Sunnudaginn 12. nóvember verður Þórbergssetur opið frá klukkan 12 - 17:00 . Þá verður upplestur úr bókum Þórbergs í fjósbaðstofunni klukkan 14:00 og 15:00 og upplestur úr bók Einars Braga, Þá var öldin önnur kl. 16:00. Hægt verður að njóta veitinga af kaffihlaðborði. 
Allir eru velkomnir

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 69
Gestir þennan mánuð: ... 4717
Gestir á þessu ári: ... 22741