Skip to main content

Málþing í Þórbergssetri

Þann 13. og 14. október verður haldið málþing um Þórberg Þórðarson að Þórbergssetri á Hala í Suðursveit. Málþingið er haldið í tilefni af opnun Þórbergsseturs í sumar og auk fjölbreytilegra fyrirlestra verður boðið upp á göngu- og landkynningarferðir um sögusvið Suðursveitarbóka Þórbergs. Málþingið er öllum opið og skráning fer fram hjá Soffíu Auði Birgisdóttur, starfsmanni Háskólaseturs á Höfn, í síma 4708042 og 8482003 eða í tölvupósti: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þátttökugjald er 3.500 kr. og innifalið í verðinu er kaffi og kvöldverður á föstudag, hádegisverður á laugardag og aðgangur að sýningu á Þórbergssetri. Nauðsynlegt er að koma með hlý útiföt og regnföt, því ,,stundum” rignir í Suðursveit. Ef fólk vill lengja dvölina, og nota sunnudaginn til frekari útiveru og söguferða þá eru merktar gönguleiðir í nágrenni Hala og að Klukkugili í Papbýlisfjalli. Hægt er að panta gistingu á Hala í síma 8672900, á Gerði í síma 8460641, í Lækjarhúsum í síma 4781517 , á Smyrlabjörgum í síma 4781074 og á Skálafelli í síma 8945454.

Dagskrá málþings Þórbergsseturs 13. og 14. október 2006

Föstudagur 13. október
14:00 Þorbjörg Arnórsdóttir setur þingið.
14:15 Erindi. Skáldið á Skriðuklaustri og ofvitinn úr Suðursveit – einn óábyrgur samanburður. Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur.
15:00 Erindi. Kvöldlestur í sveitasímann. Um Þórberg Þórðarson og Halldór Laxnes í sveitasögum Jóns Kalmans Stefánssonar. Ingi Björn Guðnason bókmenntafræðingur.
15:30 Erindi. „Hvernig ferðu að því að muna þetta allt?“ Um Þórberg Þórðarson og minnistækni. Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur.
16:00 Kaffihlé.
16:20 Erindi. ,,Að hlusta á nið aldanna.” Náttúruskynjun Þórbergs. ( Myndasýning) Undirbúningur fyrir ferð að eyðibýlinu Felli í Suðursveit. Þorbjörg Arnórsdóttir.
16:40 Landkynningarferð að eyðibýlinu Felli, að lesa saman munnmælasögur, fornleifar, bókmenntir og umhverfi. Leiðsögn Fjölnir Torfason.

19:00 Kvöldverður: (silungur og rabarbaragrautur með rjóma). Dinnertónlist, séra Einar G. Jónsson.
20:30 Upplestur: Strand Serenu 1906 á Steinafjöru. Frásaga eftir Steinþór Þórðarson.
21:00 Opnað inn á sýningu á Þórbergssetri.

Laugardagur 14. október
10:00 Erindi. „Þórbergur Þórðarson hefur engan stíl“? Kristján Eiríksson íslenskufræðingur.
10:30 Müllersæfingar. Valdimar Örnólfsson íþróttakennari
11:00 Erindi. Bréfbátaöld í Suðursveit og Bréfbátarigning Gyrðis. Fríða Proppé.
11:30 Erindi. Bara stílisti og sérvitringur? Um Þórberg í skugganum. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir rithöfundur.
12:00 Hádegisverður: (Kjötsúpa og rúgbrauð með kæfu).
13:15 Erindi. Hverjir voru fyrstu íbúar Suðursveitar? Fjölnir Torfason fjallar um gamlar munnmælasögur um Papbýli ( myndasýning).
13:45 Ferðalag í Papbýli hið forna undir leiðsögn heimamanna.
17:00 Talað við steina. Þingslit við Prestastól, stein undir austurhlíðum Steinafjalls.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ...
Gestir þennan mánuð: ...
Gestir á þessu ári: ...