Skip to main content

Þórbergssetur opnar 1. júlí

Þórbergssetur á Hala í Suðursveit verður opnað fyrir almenning laugardaginn 1. júlí 2006. Opnunarhátíð er ákveðin 30. júní kl 14:00. Húsið er nú nær tilbúið en verið er að vinna við að mála utan og keyra í lóðina, allt eftir því hvernig viðrar hverju sinni. Mikil leynd hvílir yfir sýningunni sem á að verða í svokölluðum vestri sal, en hún er að mestu leyti unnin í Reykjavík og verður flutt á staðinn og sett upp í lok júní. Spennandi verður að fylgjast með hvernig hugmyndir síðustu ára verða að veruleika. Þórbergssetur verður eitt af þremur rithöfundasetrum á Íslandi og mun vonandi starfa í nánu samstarfi við þau á næstu árum. 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 89
Gestir þennan mánuð: ... 8962
Gestir á þessu ári: ... 17002