Skip to main content

Þórbergssetur í byggingu

ThorbergsEkkert hefur verið unnið við byggingu Þórbergsseturs síðan í maí í vor. Þessa dagana er aftur farið að huga að áætlanagerð varðandi áframhaldandi uppbyggingu og reiknað með að framkvæmdir haldi áfram strax eftir áramótin. Aðgengilegt er að taka til hendinni innan dyra, halda áfram að einangra og þilja og síðan að steypa gólf og einangra vestri sýningarsal. Unnið er að fjármögnun næsta áfanga, en Þórbergssetur er rekið sem sjálfseignastofnun og reikningshald er háð endurskoðun ríkisendurskoðunar. Sambærilegar stofnanir eru Snorrastofa í Reykholti og verið er að breyta rekstri Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri í sjálfseignastofnun. Það er spennandi að hugsa til þess að fái hugmyndir um uppbyggingu Þórbergssetur brautargengi verði innan fárra ára starfrækt menntasetur tengt nafni Þórbergs Þórðarsonar í dreifbýli í Skaftafellssýslum. Ekkert er þó sjálfgefið í þeim efnum og er fyrst og fremst háð því hvort stjórnvöld eru tilbúin að styðja við áform heimamanna um starfsemi og uppbyggingu setursins.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ...
Gestir þennan mánuð: ...
Gestir á þessu ári: ...