Skip to main content

Það er komið haust

mosiÞað haustar að og þessa dagana skartar náttúran sínu fegursta. Litadýrðin í skóginum í Staðarfjalli/Papbýlisfjalli er mikil og vel þess virði að fara í fjallgöngu og njóta útiveru áður en skógurinn glatar lit sínum og grámi vetrarins tekur við. Á Þórbergsvefnum birtum við nokkrar myndir sem sýna veðurblíðuna í Suðursveit.Koltungnatindur er myndarlegur með hvítan koll og fossarnir í Rauðá skína við manni þar sem þeir falla niður úr Rauðarárbotni, ,,þetta fjall er yndislegast allra fjalla," segir Þórbergur i bókinni Um lönd og lýði.


,,Frá hlíðum þess stafaði djúpum unaði og einhverju hátíðlegu sem ég hef ekki fundið frá hlíðum annarra fjalla. Hugsunin missir taki af því, þegar hún reynir að lýsa því með orðum,"

rada

fjall

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 115
Gestir þennan mánuð: ... 5227
Gestir á þessu ári: ... 23251