Skip to main content

Þórbergssetur

Framkvæmdir við Þórbergssetur hafa legið niðri í sumar, en vonast er til að geta byrjað aftur með haustdögunum. Á þessari stundu er miðað við að Þórbergssetur verði opnað fyrir almenning eigi síðar en 1. júlí 2006. Það veltur þó fyrst og fremst á hvernig til tekst að fjármagna verkefnið, segja má að vanti herslumuninn á að klára húsnæði en töluverð vinna er síðan við að laga umhverfið í kring og búa til bílastæði.

Gagnaöflun á sýningu hefur staðið yfir en ekki verið hægt að huga að uppsetningu eða niðurröðun fyrr en húsnæðið er búið að taka á sig endanlega mynd. Margir ferðamenn hafa rennt í hlað á Hala í sumar og spurst fyrir um Þórbergssetur, en ætla síðan að koma við síðar þegar húsið verður fullbúið.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 4648
Gestir á þessu ári: ... 22672