Skip to main content

Skemmtileg heimsókn

IM001799Fyrir nokkru komu í heimsókn á Hala hópur ungmenna á vegum Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar ásamt starfsmönnum, þeim Sigurði Hannessyni og Birni Arnarsyni. Farið var í ratleik á Þórbergsslóð og síðan skoðað fiskeldi hjá Jöklableikju. Þorbjörg Arnórsdóttir tók á móti hópnum fyrir hönd Þórbergsseturs. las í upphafi úr Sálminum um blómið um landkynningarferð Þórbergs um kríulandið, sagði frá örnefnum í umhverfinu og sögur frá liðinni tíð. Síðan var arkað af stað og leitað að 11 skiltum með bókstöfum, þeim raðað saman og út kom örnefni í Breiðabólsstaðarklettum.Í nágrenni Hala er mikill fjöldi skemmtilegra örnefna og sögur tengdar þeim. Þær eru skráðar af Þórbergi eða Steinþóri bróður hans eða lifa enn í minni ábúenda á Hala. Eitt af markmiðum Þórbergsseturs er að fólk eigi þess kost að lifa áfram með landinu, þekkja sögu þess og miðla henni til komandi kynslóða. Vonandi hafa allir haft ánægju af útiveru, hreyfingu og fróðleik og geta sagt frá því sem fyrir augu bar þegar heim var komið. Mesta ánægju vakti þó að fanga spriklandi silung í fiskeldinu hjá Fjölni og fá að skoða sig þar um í lok ferðarinnar.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ...
Gestir þennan mánuð: ...
Gestir á þessu ári: ...