Skip to main content

Fréttapistill frá Hala

Dagbókarskrif hafa legið niðri að mestu í júlí og er það kæruleysi sannarlega ekki í anda Þórbergs. Tíðarfar hefur verið gott, frekar sólríkt og lítil rigning. Þó var þokudumbungur í nokkra daga í lok júlí. Heyskapur hefur gengið vel og er að mestu lokið en grænar plastrúllur um öll tún skreyta umhverfið og komast vonandi í stafla heim að bæ á næstu dögum. Verslunarmannahelgin var róleg hér um slóðir, unga fólkið fór á dansleik á Klaustur á laugardagskvöldið, fjölskyldufólkið með börnin var í Vík á landsmóti ungmennafélaganna og tók þátt í íþróttakeppni og skemmtunum þar og vann ýmis afrek bæði persónuleg og á landsvísu. Í dag er í raun beðið eftir rigningu til að fiskarnir hjá fyrirtækinu Jöklableikju hafi nægjanlegt vatn og geti haldið áfram að stækka. Töluverð veiði hefur verið í Breiðabólsstaðarlóni, silungur, sjóbirtingur og allmargir laxar hafa veiðst sá stærsti 7 pund. Ferðamenn hafa verið vappandi um tún og engi, margir gist á Hala og Gerði og sannarlega oft verið skemmtileg alþjóðleg stemmning á Halatorfunni. Við morgunverð í gistihúsinu á Hala hafa verið heimspekilegar umræður um alþjóðahyggju, stjórnmál, náttúruvernd og ýmsar orðræður um bókmenntir og uppbyggingu Þórbergsseturs. Setið hefur verið út á túni, morgunkaffið drukkið þar og lesið úr Sálminum um blómið um Kríulandið enda krían ekki látið sitt eftir liggja að taka á móti gestum á kvöldgöngum inn í Aur. Framkvæmdir við Þórbergssetur hafa legið niðri í sumar en fjöldi fólks hefur keyrt um hlaðið á Hala til að skima eftir Þórbergssetri í von um að búið væri að opna.Ljóst er að væntingar til verkefnisins eru miklar og margir ætla að koma við á Hala og skoða sig um þegar búið verður að opna setrið og starfsemin hefst.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 127
Gestir þennan mánuð: ... 4044
Gestir á þessu ári: ... 22068