Skip to main content

Gisting á Hala

Fjalloggisting036Föstudaginn 10. júní var opnað formlega gistiheimili á Hala í Suðursveit.
Gistingin er í vel útbúnu sérhúsnæði. Þar er gistipláss fyrir 14 manns í uppábúnum rúmum eða svefnpokaplássi, eldunaraðstaða og morgunverður. Merktar gönguleiðir eru í nágrenni Hala, hægt að komast í veiði og margt að fræðast um á söguslóðum Þórbergs Þórðarsonar. Bókin Í Suðursveit er góð leiðsögn um nánasta umhverfi Hala og hægt að ganga þúfu af þúfu og njóta skemmtilegra lýsinga Þórbergs og Steinþórs bróður hans á náttúru og mannlífi.
Töluvert er um bókanir nú þegar, aðallega útlendingar en einnig Íslendingar, fjölskyldur eða áhugafólk um Þórberg Þórðarson. 
Hægt er að hafa samband og fá upplýsingar eða panta gistingu í síma 8672900 eða 478 1073.
Framkvæmdir við Þórbergssetur munu liggja niðri í sumar en vonandi verður hægt að hefja framkvæmdir aftur með haustinu og stefnt er að opnun á næsta sumri ef Guð og fjárlaganefnd lofa.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 129
Gestir þennan mánuð: ... 4648
Gestir á þessu ári: ... 22672