Skip to main content

Prestastóll

prestastoll005Hann er skemmtilegur þessi steinn, sem er skammt frá þjóðvegi 1 nálægt eyðibýlinu Steinum. Hér kemur texti Þórbergs um steininn:

,,Hann var seztur að fyrir austan Steinabala, áður en hófst ísöld hin síðasta, hefur hann tjáð mér. Hann stóð af sér allar þrengingar ísaldarinnar, og allar barsmíðar Atlantshafsins um óratíma. Hann man síðasta fuglinn, sem kukkaði á höfuðið á honum, áður en jökull ísaldar lagðist yfir hann. Hann sá hákarlana og góðu hvalina og vondu hvalina sveima kringum sig í sjávarrökkrinu. Og honum eru minnisstæðir þeir leiðindatímar, þegar selirnir tóku sér sólböð í höfðinu á honum, eftir að landið fór að rísa úr sæ. Hann sá papana ganga um Steinabala og veiða silung í Breiðabólsstaðarlóni. Hann var sjónarvitni að því, er Hrollaugur nam hér land. Hann sá Flosa Þórðarson ganga fram hjá sér, þá er hann hélt í liðsbón eftir Njálsbrennu. Og hann horfði á það, er Sigurður Ingimundarson fæddist undir steini í grennd við Steinabæinn í vatnsflóðinu mikla."

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 206
Gestir þennan mánuð: ... 8743
Gestir á þessu ári: ... 16783