Skip to main content

Menningamálanefnd í heimsókn

Menningarmala2Menningarmala2Um daginn fékk Þórbergssetur góða gesti en Menningarmálanefnd Hornafjarðar var á ferðinni og kom við til að skoða sig þar um og sjá hvernig verkinu miðaði. Þeim var sýnt hvað hafði unnist í vetur og kynntar helstu áherslur og markmið stjórnenda setursins með safninu. Þ.á.m. hvernig á með sýningunni, sem síðar verður, að höfða til fjölskyldufólks og barna, ekki síður en til harðra bókaunnenda Þórbergs Þórðarsonar. Og síðast en ekki síst, alþýðumenningu sveitarinnar, sem verður í heiðri höfð og haldið vel á lofti.

Eftir skoðun á byggingunni, kaffitár og góðar umræður hélt nefndin síðan áleiðis vestur, þar sem m.a. var ráðgert að skoða sig um í Salthöfða en þar á sér stað um þessar mundir fornleifauppgröftur með þá Kvískerjabræður í broddi fylkingar.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 118
Gestir þennan mánuð: ... 5668
Gestir á þessu ári: ... 23691