Skip to main content

Það vorar í Suðursveit

Krossf018Þrátt fyrir bjarta daga í Suðursveit að undanförnu hefur verið kalt og mikill þurrkur. Grasið sem var orðið sterkgrænt um hvítasunnu hefur brugðið lit og trén eru hnípin í austan frassanum. Áfram er haldið í byggingunni og sannast þar eins og oft áður að frágangur er drjúgur og mörg handtök þegar ljúka á ákveðnum áfanga. Ferðafólk er farið að sjást á ferli og er meira að segja farið að sýna Þórbergssetri og starfsemi þess áhuga. Í sumar verða í boði gönguferðir með leiðsögn á vegum Þórbergsseturs, en ekki tekst að hefja formlega starfsemi innan dyra á þessu ári. Í nágrenni Hala eru þrjár merktar gönguleiðir þar sem tilvitnanir úr bókum Þórbergs varða leiðina og í Staðarfjalli er skemmtileg gönguleið að Klukkugili. Hægt er að fá upplýsingar um þessar gönguleiðir eða panta leiðsögn í síma 4781073 eða 8672900. Það er margt að skoða í Suðursveit og gaman að dvelja þar. Í því sambandi má benda á grein Hjörleifs Guttormssonar, Heillandi Suðursveitarfjöll, sem er hér á vefnum undir liðnum Suðursveit.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ...
Gestir þennan mánuð: ...
Gestir á þessu ári: ...